Um
Hef starfað á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og í Osló. Starfaði á Hæfingar og ráðgjafastöð norska ríkisins í Osló; sem bæjarhluta sjúkraþjálfari barna við heilsugæslustöð þar, sjúkraþjálfari í skóla fyrir heyrnarlaus börn í Bergen og unnið á heimili einstaklinga með alvarlegar þroskaskerðingar í Bergen. Hef starfað á Æfingastöðinni frá árinu 2001.
Samhliða klíniskri vinnu tekið þátt í kennslu sjúkraþjálfaranema og verið prófdómari við Högskolen í Osló og Bergen og tekið þátt í verkmenntun sjúkraþjálfaranema í Noregi og á Íslandi. Undanfarin ár verið leiðbeinandi að mastersverkefnum og prófdómari á mastersverkefnum sjúkraþjálfaranema við H.Í.
Innleiddi CPEF (CP Eftirfylgni: kerfisbundin eftirfylgni með einstaklingum með CP tengt sænskum CPUP gagnagrunni) á Æfingastöðinni 2012 og hef verið samræmingaraðili (coordinator) fyrir íslenska CPEF gagnagrunninum fyrir börn með CP á Íslandi síðan þá.
© Copyright 2023 komum ráðstefnur