Harpa Lind Kristjánsdóttir

Um 

Harpa Lind Kristjánsdóttir er forstöðumaður Starfsendurhæfingar Vestfjarða. Harpa útskrifaðist sem iðjuþjálfi í Danmörku 1999 og lauk sérskipulögðu námi til BS gráðu í iðjuþjálfun frá HA 2006. Starfaði sem iðjuþjáfi í Danmörku í 10 ár, lengst af við endurhæfingu einstaklinga eftir heilaskaða, bæði á spítala og heimaþjálfun. Flutti aftur til Íslands árið 2009 og tók við starfi forstöðumanns Starfsendurhæfingar Vestfjarða og byggði upp starfsemina frá grunni.

Harpa lauk meistaranámi í heilbrigðisvísindum árið 2020 og vann meistararannsókn sína um náttúrutengda endurhæfingu. Þar voru skoðaðir heilsueflandi eiginleika nokkurra náttúrusvæða í nágrenni Ísafjarðar og upplifun af þátttöku í náttúrutengdri iðju. Harpa hefur síðan unnið að innleiðingu náttúrutengdra úrræða í starfsemi stöðvarinnar.

 

 


komum ráðstefnur
_____________

© Copyright 2023 komum ráðstefnur