Dagur sjúkraþjálfunar 2023

10. mars | Smárabíó

Velkomin

Félag sjúkraþjálfara bíður þig velkomin að koma og fagna með okkur á Degi sjúkraþjálfunar árið 2023 sem haldinn verður þann 10.mars í Smárabíó.  

Dagur sjúkraþjálfunar er stærsta fagráðstefna sjúkraþjálfunar ár hvert þar sem félagsfólki gefst tækifæri til að afla og miðla þekkingu um þau mál sem eru á döfinni hverju sinni. Faginu okkar fleygir fram og því dýrmætt að hafa öflugan vettvang til þess að mynda bæði fagleg og félagsleg tengsl.

Við erum mjög stolt af þeirri flottu dagskrá sem verður í boði að þessu sinni, þar sem gætt er að fjölbreyttum efnistökum og líflegum umræðum. Samhliða gefst einnig tækifæri til að kynnast nýjungum í vöruúrvali er snerta fagið.

Við hlökkum til að sjá þig á Degi sjúkraþjálfunar.

Gunnlaugur Már Briem,
formaður Félags sjúkraþjálfara

Staðsetningin

Smárabíó
Hagasmári
Kópavogur


komum ráðstefnur
_____________

© Copyright 2023 komum ráðstefnur