Dagur sjúkraþjálfunar 2024

3. maí | Smárabíó

Velkomin

Félag sjúkraþjálfara býður þig velkomin á Dag sjúkraþjálfunar 2024. Dagurinn verður haldinn þann 3.maí í Smárabíói líkt og síðustu ár. 

Dagur sjúkraþjálfunar er stærsta fagráðstefna sjúkraþjálfunar á Íslandi. Þar gefst félagsfólki tækifæri til að afla og miðla þekkingu um þau mál og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir, og á sama tíma að efla og mynda fagleg og félagsleg tengsl. 

Dagurinn hefur verið gríðarlega vel sóttur síðastliðin ár sem ber merki um mikinn faglegan metnað stéttarinnar, og erum við því stolt af þeirri frábæru dagskrá sem boðið verður upp á nú 2024. 

Við hvetjum félagsfólk til að skrá sig tímanlega og hlökkum til að að sjá ykkur öll þann 3.maí næstkomandi. 

Fyrir hönd Félags sjúkraþjálfara
Gunnlaugur Már Briem, formaður



Staðsetningin

Smárabíó
Hagasmári
Kópavogur



KOMUM ráðstefnur



© Copyright 202 KOMUM ráðstefnur