Helga B. Haraldsdóttir

Um

Helga B. Haraldsdóttir sálfræðingur

M.S. í sálfræði frá Árósarháskóla 2002. Í náminu lagði ég áherslu á klíníska sálfræði og öldrunarsálfræði.

Starfsvettvangurinn hefur lengst af verið stjórnun í öldrunarþjónustu en árið 2020 hófst nýr kafli í mínu lífi. Ég sjálf kynntist verkjafræðum og Verkjaendurferlun og náði bata af krónískum verkjum sem höfðu haft áhrif á líf mitt í áratugi. Í framhaldinu nam ég fræðin og er enn sem komið er eini meðferðaraðilinn sem er viðurkenndur í Verkjaendurferlun á Íslandi. Í dag starfa ég sem sálfræðingur og málastjóri hjá Alþjóðateymi Reykjavíkurborgar ásamt því að reka sálfræðistofuna Verkjalaus.  


komum ráðstefnur
_____________

© Copyright 2023 komum ráðstefnur