Um
Íris lauk B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá H.Í. 1994. Lauk meistaraprófi í Lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík 2008 og diplómanámi í gagnrýnni hugsun og hagnýtri siðfræði frá Háskóla Íslands 2019. Íris starfaði fyrst sem sjúkraþjálfari á Grensásdeild Borgarspítala en 1997-2013 á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Frá árinu 2013 hefur Íris unnið að starfsendurhæfingu, fyrst sem ráðgjafi en er nú starfandi sem sérfræðingur og teymisstjóri á Mat- og rýnisviði hjá VIRK.
© Copyright 2023 komum ráðstefnur